Post has attachment
Kvensjúkdómalæknar í USA með "etiquette" um lækna og samféalgsmiðla. Mjög góð samantekt og endurspeglar að miklu leyti það sem var rætt á Læknadögum.

http://www.medscape.com/viewarticle/838962?src=wnl_edit_tpal

Að skapa sér prófíl á netinu er gríðarlega mikilvægt. Ef þú gerir það ekki gerir netið það fyrir þig - hefurðu prófað að Googla nafnið þitt + læknir? Sumir læknar hafa lent í því að lesa dóma netsins um sig á ruslsíðum eins og bland.is og þess háttar. Þess vegna mæli ég með því að þú takir stjórn á Google leitinni og búir þér til prófílsíðu.

Mæli sérstaklega með About.me til þess en þar er auðvelt að búa til online nafnspjald með aukalegum upplýsingum. Stuttur linkur sem ég set alltaf neðst í email og vísa í á öllum professional félagsmiðlum þannig að ég þurfi ekki að uppfæra prófílinn aftur og aftur á mörgum síðum.

http://about.me/zonofthor

Post has attachment
Michelle Lin er bráðalæknir í San Francisco og ein af þekktustu andlitunum í foam heimum...


How health professions educators should use socia…: http://youtu.be/vGkn4J0B740

Post has attachment
KevinMD uppáhald þegar kemur að félagsmiðlum og læknum.

Hér skrifar hann um kröfuna um hraða læknisfræðin og hvernig allir, bæði læknar og sjúklingar, tapa á þeirri stefnu - allir nema pólítíkusarnir sem horfa í tölurnar.

http://www.kevinmd.com/blog/2014/11/time-tell-fast-medicine-slow.html

Post has attachment
Uppáhalds poddkastið mitt fyrir byrjendur í bedside ómskoðun
www.ultrasoundpodcast.com

til dæmis þetta 12mín um að meta samdrátt slegils við greiningu ACS og er mikilvæg viðbót við EKG;
 http://www.ultrasoundpodcast.com/2011/09/wall-motion/

Matt og Mike kenna okkur í leiðinni að taka lífinu ekki of alvarlega

Post has attachment

Post has attachment
Hef lesið margar góðar greinar um FOAM (Free Online Accessible Meducation) en þessi er sú allra besta. Hvet alla lækna til að lesa, FOAM er eitt af stóru atriðunum sem ég ætla að tala um á miðvikudag.

http://www.kevinmd.com/blog/2013/03/flipped-classroom-future-medicine.html

Er á kafi í augnablikinu við að setja saman erindi mitt á Læknadögum en ég mun svo setja hingað útbýtti og fleira því tengt.

Þeir sem hafa kynnt sér félagsmiðla þekkja sennilega margt af því sem verður rætt en það sem er sennilega áhugaverðast er kennsla Læknadeildar í dag og léleg nýting þar á nútíma tækni sbr. "flipped classroom." Facebook könnunin er að staðfesta þetta, læknanemar kvarta mikið undan því að powerpoint fyrirlestrar séu úrelt format og vanti nýjar útfærslur.

Á sama tíma og unglæknar flýja LSH sérstaklega kennsluprógrammið í lyflækningum finnst mér það áhugaverð spurning hvort notkun félagsmiðla í kennslu og CME á Íslandi geti átt stóran þátt í því að bjarga ástandinu. Það er þrátt fyrir allt ekki laun sem unglæknar kvarta mest undan heldur skortur á kennslu og handleiðslu.

Pælingar?
Wait while more posts are being loaded